Reykjavatn

Vesturland
Eigandi myndar: Fish Partner
Calendar

Veiðitímabil

15 júní – 31 ágúst

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

6 stangir
Stop

Kvóti

Veitt/sleppt
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Þarfnast leyfi, Breyttir jeppar
Dollar

Verðbil

heill dagur

3500 kr. – 3500 kr.

Tegundir

Veiðin

Reykjavatn er u.þ.b. 1,8 km² að flatarmáli og er í um 510 metra hæð yfir sjávarmáli. Það liggur við útjaðar Hallmundarhrauns og er gróðursælt þar í kring og náttúrfegurð mikil. Tærar vatnslindir streyma víða upp á yfirborðið við vatnið. Fiskur er mjög vænn í vatninu og veiðist bæði urriði og bleikja. Reyká rennur úr vatninu til Norðlingarfljóts og fylgir hún með leyfum í vatninu. Vænn fiskur er í ánni eins og í vatninu sjálfu. Slóðinn að vatninu er eingöngu fær breyttum jeppum.

Gisting & aðstaða

Tjaldstæði

Engin aðstaða er við vatnið, en leyfilegt að tjalda.

Kort og leiðarlýsingar

Vegalengdin frá Reykjavík um Kaldadal er u.þ.b. 200 km og frá Kalmanstungu u.þ.b. 40 km.

Veiða má í öllu Reykjavatni ásamt Reyká sem rennur úr vatninu.

Þjónusta í nágrenninu

Áhugaverðir staðir

Á leiðinni má stoppa við Hraunfossa, Barnafoss, í Húsafelli, Víðgelmi og við Surtshelli.

Veiðileyfi og upplýsingar

Fish Partner – Reykjavatn

Veiðifélögum stendur til boða að veiða frítt í Reykjavatni

Fish Partner s: 571-4545, [email protected]

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Vesturland

Fréttir af veiði Reykjavatn

Engin nýleg veiði er á Reykjavatn!

Shopping Basket