Vikravatn

Vesturland
Calendar

Veiðitímabil

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Jepplingar, Einungis fótgangandi
Dollar

Verðbil

heill dagur

Tegundir

Veiðin

Vikravatn er í Norðurárdalshreppi í Mýrarsýslu. Það er 0,8 km² og í 275 m hæð yfir sjó. Úr því rennur Skammá áleiðis til Langavatns. Um það bil tveggja tíma gangur er að því frá Selvatni sem er vestan Hreðavatns. Leiðin er öll talsvert á fótinn en er sú skásta sem völ er á. Nokkuð er af bleikju í vatninu. Annar stofn af bleikju, af Þingvallarstofni, og urriði var settur í vatnið og mun það hafa gefið góða raun. Mest af bleikjunni í Vikravatni er eins til tveggja punda fiskar en þó veiðast oft upp í þriggja punda bleikjur.

Kort og leiðarlýsingar

Erfitt aðgengi er að Vikravatni. Hægt er að ganga frá Selvatni upp með Kiðárgljúfrum í áttina að rústum Hreðavatnssels og þaðan sunnan Þórisengistjarnar og að Vikravatni. Gangan er að mestu á fótinn og tekur einn til tvo tíma. Annar möguleiki er að aka frá Svignaskarði í áttina að Langavatni. Leggja má bílnum þar sem vegurinn liggur hæst norðan við Staðarhnjúk og ganga norðaustur Beilárheiði. Sú ganga kann að vera lengri í kílómetrum talið en kosturinn er sá að þessi leið er ekki eins mikið á fótinn.

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Reykjavík: 160 km, Borgarnes: 45 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Er í vinnslu, en ekki seld leyfi eins og er.

Borgarbyggð s: 433-7100

Daglegur veiðitími

24 klukkustundir

Staðsetning

Vesturland

Fréttir af veiði Vikravatn

Engin nýleg veiði er á Vikravatn!

Shopping Basket