Hítarvatn

Vesturland
Eigandi myndar: Veiðikortið
Calendar

Veiðitímabil

28 maí – 01 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi, Einungis fótgangandi
Dollar

Verðbil

heill dagur

2500 kr. – 2500 kr.

Tegundir

Veiðin

Hítarvatn á Mýrum í Borgarbyggð er 7,6 km² að stærð og er í 147 m hæð yfir sjávarmáli. Úr vatninu rennur ein þekktasta laxveiðiá landsins, Hítará. Veiðisvæðið spannar allt Hítarvatn en mjög góð silungsveiði er í vatninu, bæði urriði og bleikja. Góð veiði er jafnan þar sem lækir renna í vatnið, undir hrauni sem og inn í botni vatnsins. Gangur inn með vatninu, hvort heldur að austan eða vestan er boðlegur. Gangurinn að austan getur þó verið nokkuð erfiður á köflum, gróft hraun og ekki allra að fóta sig neðan Foxufells þegar hátt stendur í vatninu. Nokkuð jöfn veiðivon er yfir veiðitímabilið.

Gisting & aðstaða

Tjaldstæði

Við vatnið er tjaldsvæði sem fylgir með veiðileyfi. Við gangnamannahús á svæðinu má finna hreinlætisaðstöðu með rennandi vatni.

Aðrir gistimöguleikar

Hægt er að kaupa gistingu í gangnamannahúsi við vatnið. Upplýsingar fást hjá Ferðafélagi Borgarfjarðarhéraðs í [email protected]

 

 

Veiðireglur

Kaupa þarf veiðileyfi áður en haldið er til veiða í Hítarvatni. Veiðimaður þarf að sýna afrit af veiðileyfinu þegar haldið er til veiða, hvort sem það er útprentað eða í snjalltæki. Öll veiði af báti er stranglega bönnuð.

Kort og leiðarlýsingar

Leyfð er veiði í öllu Hítarvatni

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Borgarnes: 41 km, Reykjavík: 117 km, Reykjanesbær: 158 km og Akureyri: 353 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Hítarvatn er hluti af Veiðikortinu 

Hítárvatn veiðileyfi

Helgarkort: 5000 kr (ein stöng föst – sunnudag + tjaldvæði). Sumarkort: 10.000 kr (ein stöng frá 31. maí – 31. ágúst + tjaldsvæði).

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Vesturland

Fréttir af veiði Hítarvatn

Engin nýleg veiði er á Hítarvatn!

Shopping Basket