Hraunsfjörður er á norðanverðu Snæfellsnesi og er afburðarskemmtilegt veiðisvæði. Þar er mikið af fiski; sjóbleikju, sjóbirtingi og laxi. Mjög góð veiði er í júlí og ágúst en einnig hafa menn fengið góðan sjóbleikjuafla í apríl og maí. Fiskurinn er mikið í flugu á vorin en síðsumars gengur bleikjan inn að botni vatnsins og er gjarnan við ósa lækjanna sem falla í vatnið, sér í lagi á heitum dögum. Veiði dreifist nokkuð jafnt yfir sumarið, en óneitanlega er meiri von um lax og sjóbirting þegar komið er fram í ágúst.