Hraunsfjörður

Vesturland
Eigandi myndar: veidikortid.is
Calendar

Veiðitímabil

01 apríl – 30 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þarfnast leyfi, Jepplingar
Dollar

Verðbil

heill dagur

9900 kr. – 9900 kr.

Veiðin

Hraunsfjörður er á norðanverðu Snæfellsnesi og er afburðarskemmtilegt veiðisvæði. Þar er mikið af fiski; sjóbleikju, sjóbirtingi og laxi. Mjög góð veiði er í júlí og ágúst en einnig hafa menn fengið góðan sjóbleikjuafla í apríl og maí. Fiskurinn er mikið í flugu á vorin en síðsumars gengur bleikjan inn að botni vatnsins og er gjarnan við ósa lækjanna sem falla í vatnið, sér í lagi á heitum dögum. Veiði dreifist nokkuð jafnt yfir sumarið, en óneitanlega er meiri von um lax og sjóbirting þegar komið er fram í ágúst.

Gisting & aðstaða

Bændagisting

Skjólsteinar, s: 867-9441, www.facebook.com

Kirkjufell, s: 840-6100

Snæfellsnes Farmhouse, s: 777-8980

Gistihús

Tjaldstæði

Hraunsfjörður bíður upp á góða aðstöðu fyrir tjöld og húsbíla. Þá er farinn slóði vestan megin við vatnið sem nær inn að botni fjarðarins.

Veiðireglur

Veiðimenn og útivistarfólk er vinsamlegast beðið að ganga vel um svæðið og að skilja ekki eftir sig rusl. Óheimilt er að aka utan vega. Ekki er heimilt að aka slóða sem liggur frá eyðibýlinu inn í dalinn. Öll veiði úr bátum er bönnuð.

Enginn kvóti er á veiði en veiðimenn eru þó beðnir að ganga til veiða af hófsemi.

Stangarverðið sem gefið er upp hér á síðunni er fullt gjald fyrir Veiðikortið. Vissulega er sá möguleiki fyrir hendi að eignast það fyrir minni upphæð, t.d. í gegnum stéttarfélag.

Kort og leiðarlýsingar

Ekið er sem leið liggur fram hjá Borgarnesi og beygt inn á Mýrar. Síðan er beygt upp á Vatnaleið, við Vegamót, í átt að Stykkishólmi. Þegar komið er yfir heiðina er beygt til vinstri í átt að Grundarfirði og síðan aftur til vinstri eftir um 4 km við skilti er vísar á veiðisvæðið.

Veiðisvæðið er allt lónið fyrir innan stíflu við Hraunsfjörð. Veiði fyrir neðan stíflu og í stífluopinu er bönnuð með öllu.

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Grundarfjörður: 15 km, Stykkishólmur: 23 km, Borgarnes: 85 km, Reykjavík: 160 km og Akureyri: 356 km

Áhugaverðir staðir

Kirkjufell: 22 km,  Snæfellsjökull: 51 km, Arnarstapi og Sönghellir: 65 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Hraunsfjörður er hluti af Veiðikortinu

Tryggvi Gunnarsson s: 893-0000. Veiðieftirlitsmaður er Bjarni Júlíusson s: 693-0461 & 438-1787. Menn skulu sýna veiðieftirlitsmanni veiðileyfi sín, eða Veiðikortið, sé um það beðið.

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Vesturland

Fréttir af veiði Hraunsfjörður

Engin nýleg veiði er á Hraunsfjörður!

Shopping Basket