„Já ég er orðinn verulega spenntur að byrja að veiða þann 1. apríl nk. í Ytri-Rangá, það verður gaman,“ sagði Björn Hlynur Pétursson, en sjóbirtingsveiðin hefst 1. apríl og eru margir orðnir spenntir að renna fyrir fisk eftir langa bið.
Bolta urriði
„Það á að veiða víða í sumar og þetta byrjar með miklum látum, enda er maður búinn að bíða lengi núna. Mér finnst Þingvallaurriðinn ótrúlegur og ég elska kraftinn í þeim þegar maður glímir við þá. Ég er spenntur að sjá hvernig hann er í holdum eftir síðasta tímabil og veturinn. Já það verður mikið veitt í vor og sumar,“ bætti Björn Hlynur við.
Veiðimenn eru orðnir verulega spenntir að byrja veiðitímabilið, biðin hefur tekið á. En menn og konur hafa hnýtt mikið af flugum sem margar verða reyndar fljótlega á veiðitímanum og fiskar taka jafnvel fluguna.
Ljósmynd/Björn Hlynur Pétursson með flottan urriða
Veiðar · Lesa meira