„Lofthiti var rétt um frostmark, vatnshiti 0,9 gráður og áin í rétt um 95 rúmmetrum á sekúndu,“ sagði Ólafur Foss í samtali en hann var að koma úr Soginu við annan mann.
„Eins og Torfastaðir eru í apríl, þarf að hafa aðeins fyrir því að staðsetja bleikjuna, enda hefur breytilegt vatnsmagn mikið að segja sem og vatnshitinn.
Dagurinn byrjaði heldur rólega, vatnshiti undir einni gráðu og stíf norðaustanátt. Eftir uþb tveggja klukkustunda leit fundust nokkrar bleikjur og í sömu anddrá hækkaði vatnshiti upp um tvær gráður, vindur fór að róast og við það kviknaði líf.
Við enduðum í 18 bleikjum og einum sjóbirtingi á bilinu 40 – 55 cm. Allt saman á heldur smáar púpur.
Það verður fróðlegt að sjá hvað maí hefur uppá að bjóða, en ljóst er að nóg er að fisk á svæðinu, en það þarf aðeins að hafa fyrir honum og þjást,“ sagði Olafur enn fremur.
Veiðar · Lesa meira