Syðridalsvatn

Vestfirðir
Eigandi myndar: Veiðikortið
Calendar

Veiðitímabil

01 apríl – 20 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fyrir byrjendur, Fjölskylduvænt, Aðgengi fyrir fatlaða, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

9900 kr. – 9900 kr.

Veiðin

Hér er um mjög gott veiðivatn að ræða. Það er um 1 km² að stærð og í um þriggja metra hæð ofan sjávarmáls. Í vatninu er mikið af sjógengnum fiski, s.s. sjóbleikju, sjóbirtingi og laxi. Mesta veiðin hefur oft fengist neðan við grasbala næst bænum Hanhóli. Aðalveiðisvæðið hefur jafnan verið það sem markast af bænum Miðdal og svokallaðri Selá sem rennur í vatnið suðaustanvert. Á Miðdalsodda og Geirastaðaodda er æðavarp og eru veiðimenn beðnir um að taka tillit til þess og fara ekki þar um frá maíbyrjun og til júníloka. Ekki má veiða í Ósá, sem rennur úr vatninu, og ekki nær henni en sem nemur merkjum í Grjótnesi og Vatnsnesi. Hins vegar er hægt að kaupa sérstakt veiðileyfi í Ósá. 

Gisting & aðstaða

Gistihús

Tjaldstæði

Í Bolungarvíkurkaupstað er fyrirtaks tjaldsvæði með hreinlætisaðstöðu við iþróttamiðstöðina Árbæ. Þar eru einnig gistiheimili og möguleiki á íbúðargistingu, sundlaug með vatnsrennibraut og íþróttasalur, ásamt margs konar afþreyingu og þjónustu.

Veiðireglur

Lausaganga hunda er stranglega bönnuð.  Menn eru vinsamlegast beðnir um að skilja ekki eftir rusl og stranglega er bannað að aka utan vegar.  Handhafar Veiðikortins þurfa að skrá kortanúmer og kennitölu hjá umsjónarmanni, Arnþóri Jónssyni á Geirastöðum. Ef enginn er heima, þá er veiðibókin í kassa við tröppurnar á Geirastöðum. Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa.

Kort og leiðarlýsingar

Veiði er heimil í öllu vatninu og meðfylgjandi not eru af nærliggjandi ám, Gilsá og Tröllá. Ekki má þó veiða í Ósá.

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Bolungarvík: 3 km, Ísafjörður: 13 km, Reykjavík: 467 km og Akureyri: 570 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Vatnið er hluti af Veiðikortinu

Veiðivörður / umsjónarmaður: Arnþór Jónsson, Geirastöðum, s: 456-7118 & 897-7370

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Vestfirðir

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Syðridalsvatn

Engin nýleg veiði er á Syðridalsvatn!

Shopping Basket