Krókavatn (Tangavatn) er á norðanverðri Tvídægru, en er þó utan Veiðifélags Arnarvatnsheiðar og Tvídægru. Það er í 410 m hæð yfir sjó og 1.55 km² að flatarmáli. Úr vatninu að vestanverðu er útfall Hrútafjarðarár. Erfitt aðgengi er að vatninu og verða þeir sem áhuga hafa á að reyna veiðar að leggja á sig allnokkra göngu. Bleikja er í vatninu, en ekki miklar hemildir um hversu vel hún tekur agn. Þó hefur vatnið reynst gangnamönnum vel, sem hafa nýtt sér kofa sem er við vatnið, og fengið þar ágætan fisk á stöng.