„Við fjölskyldan skelltum okkur í Hlíðarvatn í Selvogi á laugardaginn var í fallegu veðri,“ sagði Sigurjón Sigurjónsson og bætti við; „við vorum búin að fá þó nokkrar fallegar bleikjur þegar leið á daginn. En þegar við vorum um það bil að byrja að pakka saman, hvarf flotholtið niður, sem bar undir fluguna krókinn stærð 14. Í kjölfarið hófst 15 mínútna barátta. Þegar hún endaði loks í háfnum voru mikil fagnaðarlæti, enda engin smásmíði. Þessi Kaldósdrottning vó 2,8 kg. Þessum unga veiðimanni, honum Sebastían Leví, hlakkar til að mæta í kaldósinn aftur. Þessi dagur fer sko í spari minningabankann.“
Sebastían Levi með bleikjuna flottu /Mynd Sigurjón
Veiðar · Lesa meira