Kolgrímsvötn

Norðvesturland
Eigandi myndar: hungathing.is
Calendar

Veiðitímabil

01 júlí – 20 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Þarfnast leyfi, Breyttir jeppar
Dollar

Verðbil

heill dagur

5000 kr. – 5000 kr.

Tegundir

Veiðin

Kolgrímsvötn eru á suðaustanverðri Aðalbólsheiði í Vestur-Húnavatnssýslu og eru öll í um 550 m hæð yfir sjávarmáli. Þau eru þrjú talsins og er það Veiðifélag Víðidalstunguheiðar sem fer með veiðiréttinn. Flatarmál vatnanna er frá 0.11 og upp í 0,40 km². Þarna hefur verið stunduð talsverð netaveiði og þannig tekist að viðhalda stærð bleikjunnar en mest er um eins til tveggja punda fiska. Vötnin eru grunn og voru því lengi ekki talin henta til stangveiða. Það hefur nú verið afsannað. Leiðin að vötnunum er seinfarin, en best er að fara 45 km langan jeppaveg upp frá Víðidal og er það þriggja tíma skjökt á breyttum bílum.

Gisting & aðstaða

Aðrir gistimöguleikar

Til leigu er aðstaða í Fellaskála sem er gangnamannaskáli Víðdælinga. Þar er gashitun og eldunaraðstaða, ásamt vatnsklósetti sem er algjör munaður! Skálinn fylgir ekki með veiðileyfum, hann þarf að panta sér.

Vilji menn panta Fellaskála, hafa samband við Júlíus s: 865-8177

Kort og leiðarlýsingar

Um þrjú vötn er að ræða og er leyfð veiði í þeim öllum. Einnig er talsverð veiði í lækjum sem renna úr þeim og í

Veiðileyfi og upplýsingar

Veiðifélagar – Fish Partner

Ferðaþjónustan á Dæli, s: 451-2566 og [email protected]

Daglegur veiðitími

24 klukkustundir

Staðsetning

Norðvesturland

Fréttir af veiði Kolgrímsvötn

Engin nýleg veiði er á Kolgrímsvötn!

Shopping Basket