Listi með nýjum vikutölum úr laxveiðinni er kominn á vef Landssambandsins.
Þverá og Kjarrá bæta vel við sig og eru árnar í toppsæti listans með 1049 fiska og síðasta vika í Norðurá gaf vel komin í 910 fiska en þar hömluðu miklir vatnavextir veiði og ljóst að áin á mikið inni. Laxá í Kjós átti mjög góða 95 laxa viku og er komin í 351 laxa.
Í Langá á Mýrum komin í 503 og góðir dagar í vændum í Langá og víða á Vesturlandi.
Miðfjarðará með 721 lax með sterkar smálaxagöngur, Laxá á Ásum á stangirnar fjórar komin með 403.
Nágrannaárnar Víðidalsá og Vatnsdalsá eru báðar búnar að gefa yfir 250 laxa.
Fín veiði er á norðausturhorninu og gefa sterkar vikur í nokkrum af „minni“ ánum eins og Miðfjarðará í Bakkafirði og Sandá í Þistilfirði ástæðu til bjartsýni. Sú fyrrnefnda gaf 50 laxa í vikunni á tvær stangir og sú síðarnefnda 42 laxa á fjórar stangir.
Þá átti Elliðaáin góða viku og bætti vel við er nú með 439 laxa.
Allar tölur vikunnar má finna á nýjum veiðitöluvef Landssambandsins á https://veiditolur.angling.is/
Eirikur Garðar Einarsson með flottan lax í Laxa í Leirarsveit
Veiðar · Lesa meira