Það er gaman þegar vel gengur. Sumarið 2024 er það besta í laxveiði frá því 2018. Þetta sést best á veiðitölum og nú eru „þúsundkallarnir“ víða að raðast inn. Lax númer þúsund veiddist í Langá á Mýrum í gær og þann merkisfisk fékk Karl Lúðvíksson, Kalli Lú í Lækjarósi.
Karl Lúðvíksson með þúsundasta laxinn sem veiðist í Langá í sumar. Hann veiddist í gær í Lækjarósi. Ljósmynd/Karl Lúðvíksson
mbl.is – Veiði · Lesa meira