Nú raðast þeir inn stórlaxarnir

Stórlaxatíminn er runninn upp. Þessi tími, þegar haustið læðist að er oft kallað krókódílatími. Stóri hængurinn er orðinn árásárgjarni og ver sitt svæði af hörku. Þá eru flugur veiðimanna meira áreiti en áður. 101 sentímetra fiskur veiddist áðan í Dalsárósi í Víðidalsá, en þar hafa margir af þeim allra stærstu átt lögheimili í gegnum áratugina.

Stefán Elí Stefánsson með 101 sentímetra hænginn úr Dalsárósi í Víðidalsá í morgun. Tími þeirra stóru er runninn upp. Ljósmynd/Ívar Bragason

mbl.is – Veiði · Lesa meira