Drengirnir héldu nú þangað sem þeir höfðu séð sjóbirtinginn í gær. Og ekki lét hann standa á sér, hann tók beituna ör og ærslafullur. Eins og gengur og gerist slapp hann af, en oftar festi hann sig á önglinum og lá eftir stutta stund spriklandi á bakkanum. Fallegur var hann, silfurgljáandi með dreifðum, svörtum dílum. Hið lifandi silfur sem var gjöf frá höfundi lífsins til jarðarbarna. Drengirnir náðu að veiða 23 sjóbirtinga þennan dag. Það var fágæt veiði úr svona litlum læk.
Farið var að dimma þegar drengirnir komu þreyttir heim. Þeir færðu móður sinni veiðina, sem tók þeim fagnandi og klappaði þeim á kollinn. Allt var gott á himni og jörð.
Unnið upp úr “Hamingjudagar, Sjóbirtingur” eftir Björn J. Blöndal, bls. 61-62
Unnið af Veiðiheimar, Högni H