„Að lesa strauminn“ nördaveisla Stangó verður 15. janúar

Nördaveislur Stangó verða vettvangur fyrir þá sem vilja læra, ræða og njóta í kringum sameiginlegt áhugamál okkar. Fyrsta nördaveisla vetrarins (Að lesa strauminn) verður þann 15. janúar. Húsið opnar kl. 19:00, dagskrá hefst kl. 20:00 og stendur til kl. 22:15. Í boði verður spennandi dagskrá sem miðar að því að sameina fræðiþekkingu og skemmtun. 

Kvöldið hefst á Skólabekknum. Í þetta sinn verður sannkallaður masterklass í vatnslestri þar sem Óli Caddis kennir okkur að finna silunga í straumvatni. Eftir það tekur við skemmtilegur spurningaleikur Makkersins með veglegum vinningi. Þá taka við panelumræður á léttu nótunum undir því skemmtilega heiti Kryddsilungurinn. Kvöldinu er lokað með happdrætti, sem þekkt er fyrir áhugaverða og eftirsótta vinninga. 

Í Nördaveislum Stangó í vetur verður rætt um ýmis áhugaverð málefni, svo sem æti fiska, hegðun þeirra og búsvæði. Farið verður í fluguval og búnað ásamt fjölbreyttri skemmtidagskrá á léttu nótunum. Við hvetjum allt veiðiáhugafólk að mæta og taka þátt – hvort sem það eru byrjendur eða aflaklær. 

Veiðar · Lesa meira