Grímstunguheiði

Norðvesturland
Eigandi myndar: ioveidileyfi.is
Calendar

Veiðitímabil

01 júní – 15 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur
Fishing rod

Fjöldi stanga

8 stangir
Stop

Kvóti

3 fiskar á stöng/dag

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Þarfnast leyfi, Jepplingar, Breyttir jeppar
Dollar

Verðbil

heill dagur

8000 kr. – 8000 kr.

Tegundir

Veiðin

Á Grímstunguheiði má finna afar fjölbreytta og skemmtilega veiðimöguleika. Samanlögð bakkalengd ársvæða á heiðinni er rúmlega 200 km. Efri hluti Vatnsdalsár er vatnsmestur og þar veiðast gjarnan stærstu fiskarnir. Veiða má Vatnsdalsá ofan fossaraðarinnar Rjúkanda, Kerafoss og Skínanda. Í kvíslunum sem mynda Vatnsdalsá má einnig gera góða veiði og hefur Strangakvísl oft gefið vel. Einnig er fiskur í Þjófakvísl, Miðkvísl og Kolkukvísl. Refkelsvatn, Galtavatn og Þórarinsvatn gefa einnig oft góða veiði. Fiskurinn í vötnunum er vænn, meðalþyngd 2.5-3 pund. Fjöldi annarra vatna er á heiðinni og fiskur í þeim flestum.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Veiðileyfum fylgir gisting í Öldumóðuskála nóttina fyrir veiði. Skálinn er hitaður með gasi. Þar eru gashellur og rennandi vatn í eldhúsi og salerni. Tólf kojur eru í skálanum og fylgir eitt rúm hverju seldu leyfi. Veiðimenn koma sjálfir með salernispappír, tuskur til þrifa, uppþvottalög, svefnpoka og annað. Í skálanum má finna potta, pönnur, bolla, glös, hnífapör, diska og skálar. Kolagrill er á staðnum og þurfa menn að mæta sjálfir með kol ef stendur til að nota það. Lítil rafstöð er við húsið sem hægt er að nota til að knýja rafmagnsofna í húsinu og hlaða lítil raftæki. Rafstöðin er bensínknúin og þurfa veiðimenn að mæta sjálfir með bensín á brúsa ef til stendur að nota rafstöðina.

Menn láti vita ef gas er að klárast – og eru beðnir um að ganga vel frá og þrífa skálann að dvöl lokinni.

Kort og leiðarlýsingar

Veiðisvæðið: Vatnsdalsá ofan fossa, upptakakvíslar Vatnsdalsá, t.d. Strangakvísl, Þjófakvísl, Miðkvísl og Kolukvísl. Vötnin: Refkelsvatn, Galtavatn, Þórarinsvatn.

Frá Reykjavík er þjóðvegur 1 ekinn í norðurátt þar til komið er að Vatnsdalsá. Ekið er yfir ána og svo tekin beygja inn Vatnsdalsveg (Nr. 722).  Allur Vatnsdalurinn er ekinn austan Vatnsdalsár þar til komið er að Álftaskálará. Rétt áður en komið er þangað sést vegur sem liggur upp á fjallið og inn á Grímstunguheiði. Sá vegur er ekinn þar til komið er að Öldumóðuskála.

Ágætur vegur er að Öldumóðuskála. Hins vegar eru slóðar frá skálanum að vatnasvæðum ekki góðir og krefjast 33″ dekkja. Menn og tæki eru á eigin ábyrgð sé haldið á slóðana. Allur utanvegaakstur er bannaður.

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Blönduós: 76 km, Akureyri: 172 km, Reykjavík: 307 km og Reykjanesbær: 347 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

15:00 – 21:00

Staðsetning

Norðvesturland

Fréttir af veiði Grímstunguheiði

Mokveiði á Grímstunguheiði

„Þetta er í fyrsta skipti sem við komum á svæðið, mikil þoka var þarna og töluverður vindur en bleikjan var einungis að taka fluguna og þá helst pínulitlar Zeldur sem

Lesa meira »
Shopping Basket