„Ég ákvað í samvinnu við Haugur workshop að bjóða uppá námskeið í klassískum fluguhnýtingum núna í janúar,“ sagði Bjarki Már Jóhannsson í samtali og bætti við: „Á námskeiðinu var farið yfir þær helstu aðferðir sem þarf að tileinka sér við hnýtingu á klassískum laxaflugum. Námskeiðið er fullsetið að þessu sinni en mikill áhugi var til staðar.
Í næsta mánuði ætlum við Siggi að bjóða uppá námskeið í hefðbundnum laxaflugum en þau námskeið verða tvö kvöld 11. og 18. febrúar. Þar munum við, ég og Sigurður, kenna réttu handtökin við hnýtingar á veiðiflugum.
Það er vel hugsandi að bæta við námskeiðum ef áhugi er til staðar og hvetjum við áhugasama að setja sig í samband,“ sagði Bjarki enn fremur.
Veiðar · Lesa meira