Sterk staða en lítið má út af bregða

Formaður og þeir stjórn­ar­menn sem sótt­ust eft­ir end­ur­kjöri á aðal­fundi Stanga­veiðifé­lags Reykja­vík­ur voru sjálf­kjörn­ir og ekki komu fram mót­fram­boð í þessi embætti. Ragn­heiður Thor­steins­son var kjör­in til næsta árs með lófa­taki fund­ar­manna og sama er að segja um þá stjórn­ar­menn sem þurftu að leita end­ur­nýjaðs umboðs hjá fé­lags­mönn­um. 

Stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur næsta árið: Efri röð frá vinstri: Trausti Hafliðason, Halldór Jörgensson, Hrannar Pétursson og Brynja Gunnarsdóttir. Neðri röð frá vinstri: Ragnheiður Thorsteinsson, formaður, Helga Jónsdóttir og Dögg Hjaltalín. Ljósmynd/Einar Rafnsson

mbl.is – Veiði · Lesa meira