Grafarvatn er í Austur-Húnavatnssýslu á mörkum Langadals og Refsborgarsveitar. Aðeins eru um 5 km til Blönduósar frá vatninu. Í því er hvort tveggja urriði og bleikja, þokkalegur fiskur sem gaman er að veiða á stöng. Rétt fyrir norðan Grafarvatn er Ólafstjörn en í henni getur verið þokkalegasta veiði þegar vatnabúskapur er góður. Lækur rennur frá tjörninni til Réttarvatns og á bleikja greiða leið þarna á milli þegar gott vatn er í læknum.