Langavatn í Skagahreppi í Austur-Húnavatnssýslu er stærsta stöðuvatnið á vestanverðum Skaga. Það er 3,5 km² að flatarmáli, grunnt og í 207 m hæð yfir sjó. Fjallabaksá rennur í suðurenda þess en frá því rennur Langavatnsá gegnum Skjaldbreiðurvatn og áfram til sjávar. Neðst heitir áin Fossá og steypist hún fram af Króksbjargi í sjó fram. Mikið er af góðum fiski í vatninu, bæði urriði og bleikja, og er stærðin mest 1-3 pund. Mikil netaveiði hefur verið í Langavatni, sem hjálpar til að halda stærð fisksins í jafnvægi. Góðir veiðistaðir eru út frá tveimur töngum sem eru hvor tveggja við suður- og norður ströndina. Einnig er vænlegt að veiða þar sem lækir renna í vatnið, t.d. framundan Þórhildardalslæk og Fjallabaksá.