Langavatn á Skaga

Norðvesturland
Calendar

Veiðitímabil

01 júní – 15 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þarfnast leyfi, Jepplingar, Breyttir jeppar
Dollar

Verðbil

heill dagur

4000 kr. – 4000 kr.

Tegundir

Veiðin

Langavatn í Skagahreppi í Austur-Húnavatnssýslu er stærsta stöðuvatnið á vestanverðum Skaga. Það er 3,5 km² að flatarmáli, grunnt og í 207 m hæð yfir sjó. Fjallabaksá rennur í suðurenda þess en frá því rennur Langavatnsá gegnum Skjaldbreiðurvatn og áfram til sjávar. Neðst heitir áin Fossá og steypist hún fram af Króksbjargi í sjó fram. Mikið er af góðum fiski í vatninu, bæði urriði og bleikja, og er stærðin mest 1-3 pund. Mikil netaveiði hefur verið í Langavatni, sem hjálpar til að halda stærð fisksins í jafnvægi. Góðir veiðistaðir eru út frá tveimur töngum sem eru hvor tveggja við suður- og norður ströndina. Einnig er vænlegt að veiða þar sem lækir renna í vatnið, t.d. framundan Þórhildardalslæk og Fjallabaksá. 

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Við vatnið stendur lítill veiðihús með kojur fyrir fjóra og svefnbekk fyrir einn til viðibótar. Það er olíukynnt og í því allur helsti eldunarbúnaður. Ágætt rými er fyrir menn að athafna sig. Panta þarf húsið með góðum fyrirvara og kostar það 12000 kr. á sólarhring.

Veiðireglur

Vart þarf að geta þess að allur akstur utan vega er með lögum óheimill á Skagaheiði eins og annars staðar á landinu

Kort og leiðarlýsingar

Til að komast að vatninu er ekið sem leið liggur eftir þjóðvegi 745 frá Skagaströnd að gatnamótum við Steinnýjarstaði. Þaðan liggur um 8 km slóði inn að vatninu vestanverðu.

Veiða má í öllu vatninu

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Skagaströnd: um 20 km, Blönduós: 40 km, Akureyri: 180 km og Reykjavík: 283 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Árný, Steinnýjarstöðum s: 452-2745 & 860-2745

Hálfur dagur er í boði á 2000 kr

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Norðvesturland

Fréttir af veiði Langavatn á Skaga

Engin nýleg veiði er á Langavatn á Skaga!

Shopping Basket