Bleikjuáin sem breyttist í sjóbirtingsá

Eyja­fjarðará hef­ur síðustu ár styrkt sig í sessi sem afar áhuga­verð sjó­birt­ingsá. Segja má að þær breyt­ing­ar sem hafa orðið á landsvísu, þar sem bleikja hef­ur átt und­ir högg að sækja og sjó­birt­ing­ur verið að efl­ast hafi held­ur bet­ur komið skýrt fram í Eyja­fjarðaránni.

Áin opnaði á mánu­dag og hef­ur byrj­un­in verið hreint ágæt, að sögn þeirra sem hafa veitt fyrstu dag­ana. Snjó­koma fyrri hluta dags í gær gerði það að verk­um að menn voru ekki að flýta sér og hófu ekki veiðar fyrr en eft­ir há­degi. Opn­un­ar­dag­ur­inn hafði gefið ágæt­lega og var um þrjá­tíu birt­ing­um landað á mánu­dag. Leiðsögu­menn úr Vopnafirði eru fyrsta holl í ánni. Síðari hluta dags í gær hlýnaði og tók upp snjó. Þá rifu veiðimenn sig upp úr sjón­varps­glápi og héldu til veiða.

Denni lenti í hörku fjöri neðarlega á svæði eitt. Hér er búið að landa einum af mörgum. Ljósmynd/Stefán Hrafnsson

mbl.is – Veiði · Lesa meira