Hraun er nyrðsti bær í byggð á Skagaheiði og stendur stutt frá þjóðvegi 745. Ábúendur þar eiga veiðiréttinn og selja veiðileyfi í fimm vötn næst bænum. Vötnin eru eftirfarandi; Hraunsvatn, Djúpavatn, Kolluvatn, Neðstavatn og Steinatjörn. Einnig selja þau leyfi í Ölvesvatn, Aravatn, Kelduvíkurvatn, Nesvatn og Hörtnárvatn. Hér verður eingöngu fjallað um þau fyrrnefndu, sem eru næst Hrauni, en hinum eru gerð góð skil hér annars staðar á vefnum.
Í öllum vötnunum er hvortveggja bleikja og urriði. Algeng stærð er eitt pund en nokkuð er af fiski allt upp í tvö til þrjú pund. Þar sem vötnin eru öll frekar grunn, eiga þau það til að gruggast upp í vindi og verða þá illveiðanleg. Veiðimenn hafa leyfi til að fara á milli vatnanna fimm.