Hraun á Skaga

Norðvesturland
Calendar

Veiðitímabil

01 júní – 15 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fyrir byrjendur, Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

4000 kr. – 4000 kr.

Tegundir

Veiðin

Hraun er nyrðsti bær í byggð á Skagaheiði og stendur stutt frá þjóðvegi 745. Ábúendur þar eiga veiðiréttinn og selja veiðileyfi í fimm vötn næst bænum. Vötnin eru eftirfarandi; Hraunsvatn, Djúpavatn, Kolluvatn, Neðstavatn og Steinatjörn. Einnig selja þau leyfi í Ölvesvatn, Aravatn, Kelduvíkurvatn, Nesvatn og Hörtnárvatn. Hér verður eingöngu fjallað um þau fyrrnefndu, sem eru næst Hrauni, en hinum eru gerð góð skil hér annars staðar á vefnum. 

Í öllum vötnunum er  hvortveggja bleikja og urriði. Algeng stærð er eitt pund en nokkuð er af fiski allt upp í tvö til þrjú pund. Þar sem vötnin eru öll frekar grunn, eiga þau það til að gruggast upp í vindi og verða þá illveiðanleg. Veiðimenn hafa leyfi til að fara á milli vatnanna fimm.  

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Í boði er gisting í litlum skálum, bæði við Kolluvatn og í Skammagili sem er milli Kolluvatns og Kelduvíkurvatns. Í húsinu við Kolluvatn eru kojur fyrir fjóra og svefnsófi fyrir tvo gesti til viðbótar. Í því sem stendur í Skammagili eru kojur fyrir 5 manns. Í báðum húsunum er borðbúnaður og eldhúsáhöld, gashellur til að elda á og einnig gasgrill.

Ef gist er í skála kostar sólarhringur 7000 kr á haus og er veiðileyfi innifalið í því verði

Kort og leiðarlýsingar

Veiðisvæðið sem um ræðir er Hraunsvatn, Djúpavatn, Kolluvatn, Neðstavatn og Steinatjörn

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Sauðárkrókur: 55 km, Blönduós: 65 km, Akureyri: 173 km og Reykjavík: 308 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Þórunn Lindberg, Hraun 3 s: 868-9196 og 453-6696

Daglegur veiðitími

24 klukkustundir

Staðsetning

Norðvesturland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Hraun á Skaga

Engin nýleg veiði er á Hraun á Skaga!

Shopping Basket