SVFR býður upp á flugukastnámskeið núna með vorinu!
Það er hann Jóhann Sigurður Þorbjörnsson, einn besti flugukastari landsins sem sér um þessi námskeið.
Nú þegar er uppselt á fyrstu 2 námskeiðin 5. og 6. maí, því var ákveðið að bæta við öðrum 2 námskeiðum. Þau verða haldin 12. og 13. maí við Rauðavatn, byrja bæði kl. 19:00 og standa til 21:00.
Þáttekendum ber að mæta með sína eigin stöng og einnig er ráðlegt að mæta með vöðlur og hlýjan fatnað.
Pláss er fyrir 5 þáttakendur á hvoru námskeiði fyrir sig: Skráning 12. maí hér Skráning 13. maí hér
Verð á námskeiði er 12.000 kr. fyrir félagsmenn, annars 15.000 kr fyrir utanfélagsmenn.