Þegar Haugurinn hitti Kormák og Skjöld

Áhuga­vert sam­starf og ekki síður skemmti­leg pör­un varð til í aðdrag­anda Hönn­un­ar­mars. Haug­ur­inn sett­ist niður með Íslands flott­ustu fatafram­leiðend­um. Kor­mák­ur og Skjöld­ur vildu hanna veiðiflug­ur sem tónuðu við tweet, sem er eitt af aðals­merkj­um herrafata­versl­un­ar­inn­ar.

Sig­urður Héðinn, Haug­ur­inn var kallaður til skrafs og ráðagerða í skamm­deg­inu. Úr hans smiðju komu svo tvær flug­ur sem eru fal­leg­ar og nokk­urs kon­ar aft­ur­hvarf til fortíðar. „Ég fór aft­ur til 1930 þegar ég var að hanna þær. Var ekki endi­lega að horfa til þeirra klass­ísku á þeim tíma, meira svona að skapa eitt­hvað í ætt við það sem þá var notað. Svo setti ég sam­an lit­ina sem þeir voru hrifn­ir af og horfa til í sín­um veiðiskap,“ upp­lýsti Haug­ur­inn í sam­tali við Sporðaköst. Herra­menn­irn­ir Skjöld­ur og Kor­mák­ur eru áhuga­sam­ir um veiði. Það er gam­an að lesa lýs­ing­una á heimasíðunni þeirra þegar kem­ur að flug­un­um frá Haugn­um. Þar eru ljóðræn­ar lín­ur og mynd­lík­ing­ar.

Kormákur, Haugurinn og Skjöldur. Í tengslum við Hönnunarmars komu þeir fram með skemmtilega hönnun á nýjum flugum sem heita í höfuðið á hinum vel klæddu kaupmönnum. Ljósmynd/Herrafataverslunin

mbl.is – Veiði · Read More