Áhugavert samstarf og ekki síður skemmtileg pörun varð til í aðdraganda Hönnunarmars. Haugurinn settist niður með Íslands flottustu fataframleiðendum. Kormákur og Skjöldur vildu hanna veiðiflugur sem tónuðu við tweet, sem er eitt af aðalsmerkjum herrafataverslunarinnar.
Sigurður Héðinn, Haugurinn var kallaður til skrafs og ráðagerða í skammdeginu. Úr hans smiðju komu svo tvær flugur sem eru fallegar og nokkurs konar afturhvarf til fortíðar. „Ég fór aftur til 1930 þegar ég var að hanna þær. Var ekki endilega að horfa til þeirra klassísku á þeim tíma, meira svona að skapa eitthvað í ætt við það sem þá var notað. Svo setti ég saman litina sem þeir voru hrifnir af og horfa til í sínum veiðiskap,“ upplýsti Haugurinn í samtali við Sporðaköst. Herramennirnir Skjöldur og Kormákur eru áhugasamir um veiði. Það er gaman að lesa lýsinguna á heimasíðunni þeirra þegar kemur að flugunum frá Haugnum. Þar eru ljóðrænar línur og myndlíkingar.
Kormákur, Haugurinn og Skjöldur. Í tengslum við Hönnunarmars komu þeir fram með skemmtilega hönnun á nýjum flugum sem heita í höfuðið á hinum vel klæddu kaupmönnum. Ljósmynd/Herrafataverslunin
mbl.is – Veiði · Read More