Tæp 10% laxa skiptu um á síðsumars

Staðfest hef­ur verið meira flakk laxa á milli veiðiáa en al­mennt hef­ur verið talið. Hér er um ræða rann­sókn­ir í ám Six Ri­vers Ice­land sem leig­ir og rek­ur laxveiðiár á Norðaust­ur­horn­inu.

Merkt­ir voru 404 lax­ar með slöngu­merkj­um. Hver á var með sinn lit á slöngu­merkj­um. Þessi merki gáfu sér­lega áhuga­verða niður­stöðu. Ef við skoðum fyrst end­ur­veiðina þá voru merkt­ir 178 lax­ar í Selá í Vopnafirði. 42 þeirra eða 25% end­ur­veidd­ust og fjór­um var landað þris­var. Í Hofsá voru merkt­ir 137 lax­ar og 30 eða 24% end­ur­veidd­ust. Tveim­ur var svo landað í þriðja skiptið. Í Hafralónsá voru 42 fisk­ar merkt­ir með slöngu­merkj­um og 8 þeirra, eða 18% veidd­ust aft­ur. Ein­um úr þess­um hópi var svo landað í þriðja skipti.

Denni, eða Sveinn Björnsson að merkja og föndra með laxfiska síðasta sumar. Merkingar þeirra félaga í rannsóknarteymi Six Rivers Iceland hafa skilað áhugaverðum upplýsingum. Ljósmynd/SRI

mbl.is – Veiði · Read More