Hundrað fiska holl í Vatnamótunum

Hóp­ur sem lauk veiðum í Vatna­mót­un­um á há­degi í dag gerði hreint út sagt frá­bæra veiði. Þegar upp var staðið lönduðu fé­lag­arn­ir 106 birt­ing­um á tveim­ur veiðidög­um.

Páll Gísli Jóns­son var einn þeirra sem var við veiðar í holl­inu. „Þetta var al­veg magnað. Mikið af fiski og við vor­um að finna hann út um allt. Feng­um nátt­úru­lega frá­bært veður og þetta voru magnaðir dag­ar. Þetta er mikið labb og maður er að leita að álum til að kasta á. Ég per­sónu­lega fíla svo­leiðis veiðiskap,“ sagði Páll í sam­tali við Sporðaköst.

Páll Gísli Jónsson tók þennan á Dímon í Vatnamótunum. Mældist 74 sentímetrar. Páll segir að aðstæður hafi verið hreint úr sagt frábærar. Þeir hafa veitt þarna árum saman og séð allar útgáfur. Ljósmynd/PGJ

mbl.is – Veiði · Read More