Hópur sem lauk veiðum í Vatnamótunum á hádegi í dag gerði hreint út sagt frábæra veiði. Þegar upp var staðið lönduðu félagarnir 106 birtingum á tveimur veiðidögum.
Páll Gísli Jónsson var einn þeirra sem var við veiðar í hollinu. „Þetta var alveg magnað. Mikið af fiski og við vorum að finna hann út um allt. Fengum náttúrulega frábært veður og þetta voru magnaðir dagar. Þetta er mikið labb og maður er að leita að álum til að kasta á. Ég persónulega fíla svoleiðis veiðiskap,“ sagði Páll í samtali við Sporðaköst.
Páll Gísli Jónsson tók þennan á Dímon í Vatnamótunum. Mældist 74 sentímetrar. Páll segir að aðstæður hafi verið hreint úr sagt frábærar. Þeir hafa veitt þarna árum saman og séð allar útgáfur. Ljósmynd/PGJ
mbl.is – Veiði · Read More