Gæðunum verulega misskipt í vorveiðinni

Eins og oft áður hef­ur gæðunum verið af­skap­lega mis­skipt í sjó­birt­ingsveiðinni á fyrstu dög­um veiðitím­ans. Mun­ur­inn nú er þó meiri en oft áður þegar kem­ur að fjölda fiska. Tungu­læk­ur er enn og aft­ur með af­bragðsveiði að vori. Þar voru á há­degi í dag komn­ir í bók 326 birt­ing­ar og það á þrjár stang­ir á átta og hálf­um degi. Það læt­ur nærri að vera þrett­án fisk­ar á stöng á dag og það er hlut­fall sem þykir gott hvar sem er í heim­in­um.

Veiðin í Geir­landsá byrjaði af krafti og opn­un­ar­hollið var með góða veiði. Vatna­mót­in hafa verið að gefa hörku veiði síðustu daga eft­ir að eng­inn fisk­ur var skráður þar fyrstu dag­ana, hver sem ástæðan kann að vera fyr­ir því.

Guðmundur Birgisson með 91 sentímetra birting úr Tungulæk í morgun. Sá stærsti til þessa þar á bæ, það sem af er veiðitímabilinu. Ljósmynd/Theodór K. Erlingsson

mbl.is – Veiði · Read More