„Ekki má sleppa veiddum fiski.“ Svona hljóðar eitt af þeim atriðum sem sett er fram í útboðslýsingu á veiðirétti í Unadalsá (Hofsá) í Skagafirði. Hjörleifur Jóhannesson formaður veiðifélagsins staðfestir þetta og segist ekki líta á veiða og sleppa sem veiðiskap.
Unadalsá er fyrst og fremst bleikjuá og er nú auglýst eftir tilboðum í veiðirétt til fimm ára. Frá og með 2025 og út sumarið 2029.
Fram kemur í útboðslýsingu að leyfðar eru þrjár stangir og einungis er heimilt að veiða á flugu með flugustöng nema sérstaklega sé samið um annað.
Unadalsá rennur um Unadal og á ós á Hofsósi. Áin er í útboði og nýr leigutaki tekur væntanlega við í sumar. Ljósmynd/Angling
mbl.is – Veiði · Lesa meira