Hörtnárvatn er í landi Kelduvíkur á Skagaheiði, en þó er það bærinn Hraun sem sér um sölu veiðileyfa. Það er 0,34 km² að flatarmáli, 14 m hæð yfir sjó og örstutt er í það frá þjóðveginum. Í Hörtnárvatni er bæði urriði og bleikja og oft má fá nokkuð væna fiska. Góð urriðaveiði er í vík sem er í því norðanverðu, en mest veiðist af bleikju í vatninu sunnanverðu þar sem Nesá fellur í það og Hörtná úr því. Það er um að gera að reyna fyrir sér í ánni líka, enda er þar bæði bleikja og urriði, oft góðir fiskar. Fjallað er betur um ánna hér annars staðar á vefnum.