Mallandsvötn

Norðvesturland
Eigandi myndar: visir.is
Calendar

Veiðitímabil

01 júní – 20 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Fishing rod

Fjöldi stanga

8 stangir
Stop

Kvóti

Ótakmarkað

Gistimöguleikar

Veiðihús, Tjald
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fyrir byrjendur, Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi, Jepplingar
Dollar

Verðbil

heill dagur

5000 kr. – 5000 kr.

Tegundir

Veiðin

Selvatn, Rangatjarnir, Álftavatn, Skjaldbreiðarvatn, Heytjörn og Urriðavatn á Skagaheiði er vatnasvæði sem í daglegu tali er nefnt Mallandsvötn. Vötnin gefa vænan fisk, urriða og bleikju, allt að 4 pundum. Hin stórfenglega náttúra Skagaheiðar, fuglalíf og áhugaverðir staðir eru ókeypis bónus. Vegspottarnir að vötnunum eru ávallt fólksbílafærir þegar komið er fram á sumarið, en geta verið varasamir í bleytutíð.

Þetta er einstaklega fallegt vatnasvæði á Skagaheiðinni, fjölskylduvænt og sama fólkið kemur til veiða ár eftir ár.  

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Mögulegt er að leigja gistingu í íbúðarhúsinu að Mallandi.
Í húsinu eru 4 x 2ja manna herbergi + svefnsófi fyrir 2 í opnu herbergi í risi.
Við getum boðið upp á sængur og kodda, en fólk þarf að koma sín eigin rúmföt og lök.
í húsinu er eldhús, baðherbergi með sturtu, þvottahús með þvottavél og þurrkara og stofa sem fólk getur fengið aðgengi að.
Nánari upplýsingar um fyrirkomulag gistingu gefur Einar Páll í síma 899-5159 eða á netfangið [email protected]

Tjaldstæði

Öllum er heimild að tjalda við vötnin svo lengi sem gengið er vel um náttúruna og ekkert rusl er skilið eftir. Einnig er hægt að draga tjaldvagna á eftir sér.

Veiðireglur

Góð umgengni er skilyrði. Allur akstur um landið skal vera í samráði við landeigenda.  Veiðimenn eru beðnir um að skilja ekki eftir sig rusl. Veiðimenn eru beðnir um að tilkynna sig til landeiganda þegar farið er inn á svæðið.

Sérstök athygli er vakin á því að veiðmenn fari varlega nálægt lækjumá milli vatnanna, en þeir geta bæði verið djúpir og mun straumharðarien kann að sýnast í byrjun.  Einnig eru veiðmenn beðnir um að gæta sýn við urðir og stórgrýti, en auðvelt er að misstíga sig og missa fótana í gjótum á svæðinu. Landeigandi ber enga ábyrgð á tjóni er veiðimenn
kunna að verða fyrir, eða öðru sem upp kann að koma í tenglsum við veru veiðimanna á veiðisvæðinu.

Kort og leiðarlýsingar

Veiða má í Selvatni, Rangatjörnum, Álftavatni, Skjaldbreiðarvatni, Heytjörn og Urðartjörn

Skjaldbreiðarvatn

Skjaldbreiðarvatn er einungis 500 metra frá Skagavegi, rétt norðan við bæjarstæði á Mallandi.  Enginn veiðislóði liggur að vatninu, en bæði er hægt að ganga yfir hæðardrag frá Skagavegi og frá bílastæðinu við Urðartjörn, en það er ca. 1,3 km ganga. Skjaldbreiðarvatn er 22,1 ha að flatarmáli og er í 22 metra hæð yfir sjávarmáli. Í vatnið rennur Stekkjarlækur úr Urðartjörn og úr vatninu rennur Skjaldbreiðarlækur yfir í Bæjarvatn á Neðra-Nesi.  Í vatninu eru bæði bleikja og urriði og getur fiskurinn verið allt að 4 pund að stærð. Áhugasömum er bent á að ganga upp með Stekkjarlæk, en hann hverfur undir urðir, sem kallast Urðarlækjarfossar og birtst aftur ca. 300 metrum ofar, þá sem Urðarlækur upp að Urðartjörn.

Urðartjörn

Urðartjörn er fyrsta veiðivatnið sem komið er að, þegar veiðislóðinn frá Mallandi er ekinn ca. 2,1 km.  Slóði er frá veiðiveginum niður að Urðartjörn að austanverðu. Urðartjörn er 6,83 hektarar að flatarmáli og stendur í 69 metra hæð yfir sjávarmáli. Í vatninu er hvort tveggja urriði og bleikja, einnig borgar sig að prófa lækina næst vatninu.

Heytjörn

Heytjörn er einungis 245 metrum austan við Urðartjörn. Ganga má að Heytjörn upp með Utangægi frá Urðartjörn, en einnig er hægt að leggja bílnum við veiðiveginn og er þá ca. 700 metra gangur að vatninu. Heytjörn er 4,22 hetkarar að flatarmáli og stendur í 73 metra hæð yfir sjávarmáli. Í Heytjörn rennur Heylækur úr Urðarselstjörn í Ketulandi og úr vatninu rennur Utangægir um 330 metra yfir í Urðartjörn.  Hér borgar sig að veiða einnig Heylækinn en þar leynist oft vænn fiskur.

 Selvatn

Selvatn er á austanverðri Skagaheiði nálægt Rangatjörnum og Álftavatni. Þannig er að Malland deilir Selvatni með Ketu og á Malland land að norðurhluta þess, landamerki jarðanna eru í gegnum Mjóasund, þar sem vatnið er þrengst frá austri til vesturs. Vatnið er 28,6 ha að flatarmáli og er í 110 metra hæð yfir sjávarmáli.  Í vatninu veiðist bæði urriði og bleikja, mest um 1 – 2 pund og einstaklega sprækur. Heyrst hefur að fiskurinn fari stækkandi og tengist trúlega því að bændur hafa lagt net til að grisja vatnið. Að vatninu liggur 5 km veiðislóði frá Syðra-Mallandi.

Álftavatn

Álftavatn er ca. 1,2 km norðaustan við Selvatn. Vegslóði er að Álftavatni, en beygt er inn á vegslóðann ca. 200 metrum, áður en komið er að Selvatni. Álftavatn er 12,1 hektarar að stærð og sendur í 100 metra hæð yfir sjávarmáli. Í Álftavatn rennur Kýrlækur úr Rangatjörnum, en Skammlækur rennur úr Álftavatni og sameinast Blöndulæk úr Selvatni, aðeins 200 metrum neðar.  Eftir það er áin kölluð Engjaá og rennur hún yfir í Efranesvatn í landi Efranes.

Rangatjarnir (Rangártjarnir)

Rangatjarnir eru vestustu vötnin af Mallandsvötnunum og er ca. 7,0 km akstur að tjörnunum eftir veiðiveginum frá Skagavegi. Sú syðri er 8,91 ha að flatarmáli, en sú nyrðri er 5,33 ha að stærð.  Í Rangatjarnirnar renna nokkrir lækir úr hlíðunum fyrir ofan, en þau eru eftstu veiðivötn í þessu vatnakerfi.

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Sauðarkrókur 47 km, Blönduós: um 59 km, Akureyri 165 km og Reykjavík: 290 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Einar Páll Kjærnested s: 899-5159, [email protected]

s: 899-5159

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Norðvesturland

Myndasafn


Fréttir af veiði Mallandsvötn

Yfir tólf hundruð fiskar á land

Heildarveiði í Mallandsvötnum á Skaga  sumarið 2024 var 1.268 fiskar.   Alls veiddust 913 urriðar og 355 bleikjur.  Mest veiddist í Skjaldbreiðarvatni, Selvatni og Álftavatni.  Hlutfall bleikju í heildarafla var 28%,

Lesa meira »
Shopping Basket