Selvatn, Rangatjarnir, Álftavatn, Skjaldbreiðarvatn, Heytjörn og Urriðavatn á Skagaheiði er vatnasvæði sem í daglegu tali er nefnt Mallandsvötn. Vötnin gefa vænan fisk, urriða og bleikju, allt að 4 pundum. Hin stórfenglega náttúra Skagaheiðar, fuglalíf og áhugaverðir staðir eru ókeypis bónus. Vegspottarnir að vötnunum eru ávallt fólksbílafærir þegar komið er fram á sumarið, en geta verið varasamir í bleytutíð.