Ketuvötn

Norðvesturland
Calendar

Veiðitímabil

01 júní – 15 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Fishing rod

Fjöldi stanga

8 stangir
Stop

Kvóti

Ótakmarkað

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fyrir byrjendur, Fjölskylduvænt, Jepplingar, Breyttir jeppar
Dollar

Verðbil

heill dagur

4000 kr. – 4000 kr.

Tegundir

Veiðin

Til Ketuvatna teljast Skálavatn, Selvatn, Urðarselstjörn og Kelduvötn sem eru tvö talsins. Í öllum þessum vötnum er urriði og bleikja, misgóður fiskur eins og gengur og gerist. Veiða má allan sólarhringinn í vötnunum og mega veiðimenn fara á milli vatnanna að vild. Það fer eftir tíðarfari hvenær veiði getur hafist og er það háð því hvenær frost fer úr jörðu og vegarslóðar þola umferð. Oft er þetta í kringum 1. júní, en einungis er fært jeppum að vötnunum. Þetta er vinsælt vatnasvæði, mjög fjölskylduvænt og sama fólkið kemur til veiða ár eftir ár.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Veiðhús er við Skálavatn en þar geta 8 manns gist. Panta þarf það með fyrirvara, verð á mann er 5000 og er veiðileyfi í sólarhring innifalið.

Kort og leiðarlýsingar

Veiðisvæðið: Veiða má í Skálavatni, Selvatni, Urðarselstjörn og Kelduvötnum sem eru tvö talsins

Skálavatn

Skálavatn er suður af Rangártjörnum nyrðri og Selvatns. Í Skálavatni, sem er 0.2 km² að flatarmáli, er hvort tveggja urriði og bleikja. Urriðin getur verið býsna vænn, allt að 3-4 pundum, en bleikjan nær varla meira en einu pundi. Talið er að það mundi gera vatninu gott ef stunduð væri meiri netaveiði í því.

Selvatn

Selvatn er á austanverðri Skagaheiði nálægt Rangatjörnum og Skálavatni. Þannig er að Keta deilir Selvatni með Mallandi og á Keta land að suðurhluta þess. Vatnið er er 0,3 km² að flatarmáli og inniheldur bæði urriða og bleikju. Mest er um 1 ~ 2 punda fiska en heyrst hefur að fiskurinn fari stækkandi og tengist því trúlega að bændur hafa lagt net til að grisja vatnið. Að vatninu liggur 7 km jeppaslóði frá Syðra-Mallandi og Ketu.

Urðarselstjörn

Urðarselstjörn er 0,1 km² að flatarmáli og örgrunn. Komið er að henni á leið í Skálavatn ef tekinn er jeppaslóðinn frá Ketu en þangað eru um 3 km. Í tjörninni er talsvert af sprækum urriða sem er um 1 ~ 1.5 pund að stærð. Hægt er að lenda í veislu ef menn hitta á torfu. Einnig er þarna þokkaleg bleikja; liðfleiri en urriðinn. Góður veiðistaður er við útfallið sem er austast í vatninu, en þar heldur urriðinn sig gjarnan á  grýttum botninum. Hér eru straumflugur baneitraðar, t.d. Black Ghost og óþyngdur Gray Ghost.

Kelduvötn

Kelduvötn eru rétt austan við slóðann sem liggur að Skálavatni. Um er að ræða 2 vötn, Efra- og Neðra-Kelduvatn og er í  þeim bæði bleikja og urriði. Eins og í Urðarselstjörn er bleikjan liðfleiri og  getur orðið gríðar væn, allt að 7 pundum. Enginn vegur liggur að vötnunum, en til að komast þangað er gengið frá Skálavatni sem er um 10 mínútna gangur. Bleikjan í vatninu er fallega rauð á holdið og góður matfiskur.

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Sauðárkrókur 53 km, Blönduós: um 65 km, Akureyri: 171 km og Reykjavík: 308 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Halldóra á Ketu s: 616-8040.

Daglegur veiðitími

24 klukkustundir

Staðsetning

Norðvesturland

Fréttir af veiði Ketuvötn

Engin nýleg veiði er á Ketuvötn!

Shopping Basket