Ketuvötn

Norðvesturland
Calendar

Veiðitímabil

01 júní – 15 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Fishing rod

Fjöldi stanga

8 stangir
Stop

Kvóti

Ótakmarkað

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fyrir byrjendur, Fjölskylduvænt, Jepplingar, Breyttir jeppar
Dollar

Verðbil

heill dagur

3000 kr. – 4000 kr.

Tegundir

Veiðin

Til Ketuvatna teljast Skálavatn, Selvatn, Urðarselstjörn og Kelduvötn sem eru tvö talsins. Í öllum þessum vötnum er urriði og bleikja, misgóður fiskur eins og gengur og gerist. Veiða má allan sólarhringinn í vötnunum og mega veiðimenn fara á milli vatnanna að vild. Það fer eftir tíðarfari hvenær veiði getur hafist og er það háð því hvenær frost fer úr jörðu og vegarslóðar þola umferð. Oft er þetta í kringum 1. júní, en einungis er fært jeppum að vötnunum. Þetta er vinsælt vatnasvæði, mjög fjölskylduvænt og sama fólkið kemur til veiða ár eftir ár.

Gistimöguleikar

Veiðihús

Veiðhús er við Skálavatn en þar geta 8 manns gist. Panta þarf það með fyrirvara, verð á mann er aðeins 1000 kr

Kort og leiðarlýsingar

Veiðisvæðið: Veiða má í Skálavatni, Selvatni, Urðarselstjörn og Kelduvötnum sem eru tvö talsins

Skálavatn

Skálavatn er suður af Rangártjörnum nyrðri og Selvatns. Í Skálavatni, sem er 0.2 km² að flatarmáli, er hvort tveggja urriði og bleikja. Urriðin getur verið býsna vænn, allt að 3-4 pundum, en bleikjan nær varla meira en einu pundi. Talið er að það mundi gera vatninu gott ef stunduð væri meiri netaveiði í því.

Selvatn

Selvatn er á austanverðri Skagaheiði nálægt Rangatjörnum og Skálavatni. Þannig er að Keta deilir Selvatni með Mallandi og á Keta land að suðurhluta þess. Vatnið er er 0,3 km² að flatarmáli og inniheldur bæði urriða og bleikju. Mest er um 1 ~ 2 punda fiska en heyrst hefur að fiskurinn fari stækkandi og tengist því trúlega að bændur hafa lagt net til að grisja vatnið. Að vatninu liggur 7 km jeppaslóði frá Syðra-Mallandi og Ketu.

Urðarselstjörn

Urðarselstjörn er 0,1 km² að flatarmáli og örgrunn. Komið er að henni á leið í Skálavatn ef tekinn er jeppaslóðinn frá Ketu en þangað eru um 3 km. Í tjörninni er talsvert af sprækum urriða sem er um 1 ~ 1.5 pund að stærð. Hægt er að lenda í veislu ef menn hitta á torfu. Einnig er þarna þokkaleg bleikja; liðfleiri en urriðinn. Góður veiðistaður er við útfallið sem er austast í vatninu, en þar heldur urriðinn sig gjarnan á  grýttum botninum. Hér eru straumflugur baneitraðar, t.d. Black Ghost og óþyngdur Gray Ghost.

Kelduvötn

Kelduvötn eru rétt austan við slóðann sem liggur að Skálavatni. Um er að ræða 2 vötn, Efra- og Neðra-Kelduvatn og er í  þeim bæði bleikja og urriði. Eins og í Urðarselstjörn er bleikjan liðfleiri og  getur orðið gríðar væn, allt að 7 pundum. Enginn vegur liggur að vötnunum, en til að komast þangað er gengið frá Skálavatni sem er um 10 mínútna gangur. Bleikjan í vatninu er fallega rauð á holdið og góður matfiskur.

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Sauðárkrókur 53 km, Blönduós: um 65 km, Akureyri: 171 km og Reykjavík: 308 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Halldóra á Ketu s: 616-8040.

Veiðileyfi í júní: 4000 kr  /  Veiðileyfi í júlí – september: 3000 kr.

Daglegur veiðitími

24 klukkustundir

Staðsetning

Norðvesturland

Fréttir af veiði Ketuvötn

Engin nýleg veiði er á Ketuvötn!

Shopping Basket