Við hjá IO veiðileyfi bjóðum aftur upp á þetta frábæra flugukastnámskeið. Námskeiðastjórnandinn og leiðbeinandinn Henrik Mortensen kemur aftur til Íslands þetta vor til að fræða og kenna og með honum verða tveir dyggir aðstoðarmenn, Thomas T. Thorsteinsson og Sverrir Rúnarsson.
Þátttakendur mæta með sínar eigin stangir, fatnað og annan búnað. Kennslan mun fara fram bæði innan- og utandyra og m.a. í rennandi vatni og á bakka Rangár. Kennslan fer nánast öll frá á ensku, og bæði er kennt á einhendu og tvíhendu.
Kastnamskeið í Ytri-Rangá 9. – 10. maí
Kastnámskeið í Ytri-Rangá 10. – 11. maí
Námskeiðið kostar 55.800 kr á mann, miðað við tvo í herbergi. Ef þátttakandi kýs að vera einn í herbergi, leggst aukagjald á heildarupphæð námskeiðisins.
Innifalið í námskeiði: Kennsla á einhendu og tvíhendu, gisting í veiðihúsi, kvöldmatur og morgunmatur.
Frekari upplýsingar: Kastnámskeið með Henrik Mortensen