Það var hátíðarbragur yfir Elliðavatnsbænum í morgun þegar veiði- og útivistarfólk fagnaði komu sumars. Fjöldi fólks var mættur til að þiggja kleinur, kaffi og visku djúpvitra veiðisérfræðinga. Svo voru aðrir sem voru mættir til að veiða.
Það er misjafnt hvar Íslendingar velja að láta sér verða kalt á sumardaginn fyrsta. Eftir kalsasama ríflegan norðanvind snemma í morgun, hægði aðeins þegar leið á morguninn. Menn voru að setja í hann. Geir Thorsteinsson var að vanda mættur og hann valdi að fara á Engjarnar. „Ég náði tveimur urriðum og er kominn með í soðið, þá er ég góður. Þeir tóku báðir brúnan Nobbler. Hann er líkastur hornsílinu eða seiði,“ sagði Geir í samtali við Sporðaköst.
Alfreð Maríusson er alltaf með einn af fyrstu fiskum sumarsins. Þennan urriða tók hann í Helluvatni. Ljósmynd/Veiðikortið
mbl.is – Veiði · Lesa meira