Það er stöðugt að bætast við þá möguleika sem veiðimenn hafa úr að spila Vorveiðin í Elliðaánum er hafin og er það kærkomið fyrir marga veiðimenn. Leiðsögumaðurinn Sindri Rósenkranz leit við í borgarperlunni í gær. Hann féllst á að senda okkur skýrslu um vaktina.
„Skrapp á morgunvakt í Elliðaárnar á öðrum degi veiðitímabilsins en þær opnuðu þann 1. maí. Hef lagt það í vana minn að taka eina vakt á þessum tíma til að ná úr mér hrollinum. Byrjaði í Höfuðhyl og það var augljóst að sumarið er komið, hef aldrei séð jafn mikið af flugu á yfirborðinu á þessum tíma, nóg á boðstólum.
Sindri hefur lagt það vana sinn að taka eina vakt í vorveiðinni í Elliðaánum til að ná úr sér hrollinum. Að setja í fallegan urriða hjálpar mikið. Ljósmynd Sindri Rósenkranz
mbl.is – Veiði · Lesa meira