Samið um Svalbarðsá til 2036

Veiðifé­lagið Hreggnasi hef­ur und­ir­ritað nýj­an leigu­samn­ing um Sval­b­arðsá í Þistil­f­irði  Samn­ing­ur­inm er til tí ára, eða til árs­ins 2036 Hreggnasi hef­ur sent frá sét til­kynn­ingu vegna þessa.

„Veiðifé­lagið Hreggnasi hef­ur und­ir­ritað nýj­an lang­tíma­samn­ing um rekst­ur og leigu á veiðirétti í Sval­b­arðsá í Þistil­f­irði, einni af gjöf­ul­ustu laxveiðiám lands­ins, mælt í fjölda veiddra laxa á stöng með hátt hlut­fall stór­laxa. Með þess­um samn­ingi er staðfest áfram­hald­andi traust og gott sam­starf milli Hreggnasa og land­eig­enda við Sval­b­arðsá – sam­starf sem á ræt­ur að rekja allt aft­ur til árs­ins 2006.
Samn­ing­ur­inn mark­ar tíma­mót í sögu ár­inn­ar og trygg­ir áfram­hald­andi upp­bygg­ingu og vönduð vinnu­brögð í þágu nátt­úru og veiðimanna.

Frá Svalbarðsá í Þistilfirði. hreggnasi.is

mbl.is – Veiði · Lesa meira