Veiðifélagið Hreggnasi hefur undirritað nýjan leigusamning um Svalbarðsá í Þistilfirði Samningurinm er til tí ára, eða til ársins 2036 Hreggnasi hefur sent frá sét tilkynningu vegna þessa.
„Veiðifélagið Hreggnasi hefur undirritað nýjan langtímasamning um rekstur og leigu á veiðirétti í Svalbarðsá í Þistilfirði, einni af gjöfulustu laxveiðiám landsins, mælt í fjölda veiddra laxa á stöng með hátt hlutfall stórlaxa. Með þessum samningi er staðfest áframhaldandi traust og gott samstarf milli Hreggnasa og landeigenda við Svalbarðsá – samstarf sem á rætur að rekja allt aftur til ársins 2006.
Samningurinn markar tímamót í sögu árinnar og tryggir áframhaldandi uppbyggingu og vönduð vinnubrögð í þágu náttúru og veiðimanna.
Frá Svalbarðsá í Þistilfirði. hreggnasi.is
mbl.is – Veiði · Lesa meira