Spá Hafrannsóknastofnunar fyrir laxveiðisumarið 2025 verður kynnt í næstu viku. Síðustu ár hefur stofnunin boðið til vorfundar í maí, þar sem farið er yfir stöðuna og horfur metnar. Upptaktur að veiðisumri kallast fundurinn. Flutt verða fimm áhugaverð erindi um málefni sem tengjast ferskvatnsfiskum. Augu flestra beinast að fyrsta lið á dagskrá þar sem Guðni Guðbergsson mun fara yfir veiðina og ástand stofna. Það erindi mun á varfærinn hátt, eins og vísindamönnum er einum lagið, draga fram spá Hafrannsóknastofnunar.
Guðni Guðbergsson fléttar hér fyrirvara um spá fyrir sumarið 2024. Stofnunin spáði betra sumri. Það reyndist rétt spá. Ný spá verður kynnt næstkomandi fimmtudag. Ljósmynd/Sporðaköst
mbl.is – Veiði · Lesa meira