Spádómar um laxveiðina í sumar

Spá Haf­rann­sókna­stofn­un­ar fyr­ir laxveiðisum­arið 2025 verður kynnt í næstu viku. Síðustu ár hef­ur stofn­un­in boðið til vor­fund­ar í maí, þar sem farið er yfir stöðuna og horf­ur metn­ar. Upp­takt­ur að veiðisumri kall­ast fund­ur­inn. Flutt verða fimm áhuga­verð er­indi um mál­efni sem tengj­ast ferskvatns­fisk­um. Augu flestra bein­ast að fyrsta lið á dag­skrá þar sem Guðni Guðbergs­son mun fara yfir veiðina og ástand stofna. Það er­indi mun á var­fær­inn hátt, eins og vís­inda­mönn­um er ein­um lagið, draga fram spá Haf­rann­sókna­stofn­un­ar.

Guðni Guðbergsson fléttar hér fyrirvara um spá fyrir sumarið 2024. Stofnunin spáði betra sumri. Það reyndist rétt spá. Ný spá verður kynnt næstkomandi fimmtudag. Ljósmynd/Sporðaköst

mbl.is – Veiði · Lesa meira