Vestmannsvatn, sem er í Reykjadal í Suður Þingeyjarsýslu, er um 2.4 km² að flatarmáli, í 26 m hæð yfir sjó og um þriggja metra djúpt að meðaltali. Í vatninu er aðallega bleikja og urriði, auk einstaka laxa sem veiðast jafnan á hverju sumri. Mikið er af fiski í vatninu og veiðimöguleikar mjög góðir fyrir alla fjölskylduna. Yfirleitt gefur best árla eða seinnipart dags. Jöfn og góð veiði er þó yfir daginn. Mikil netaveiði er í vatninu, sem er gott fyrir viðgang fisksins, en netin eru ávallt tekin upp á helsta göngutíma laxins. Talsverð dorgveiði er stunduð á vatninu og býður leigjandi upp á ferðir með leiðsögn.