Vestmannsvatn

Norðausturland
Eigandi myndar: Vestmannsvatn Guesthouse
Calendar

Veiðitímabil

15 maí – 30 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

3850 kr. – 3850 kr.

Tegundir

Veiðin

Vestmannsvatn, sem er í Reykjadal í Suður Þingeyjarsýslu, er um 2.4 km² að flatarmáli, í 26 m hæð yfir sjó og um þriggja metra djúpt að meðaltali. Í vatninu er aðallega bleikja og urriði, auk einstaka laxa sem veiðast jafnan á hverju sumri. Mikið er af fiski í vatninu og veiðimöguleikar mjög góðir fyrir alla fjölskylduna. Yfirleitt gefur best árla eða seinnipart dags. Jöfn og góð veiði er þó yfir daginn. Mikil netaveiði er í vatninu, sem er gott fyrir viðgang fisksins, en netin eru ávallt tekin upp á helsta göngutíma laxins. Talsverð dorgveiði er stunduð á vatninu og býður leigjandi upp á ferðir með leiðsögn.

Gisting & aðstaða

Gistihús

Vestmannsvatn Guesthouse s: 846-7397, facebook.com

northiceland.is

Tjaldstæði

Tjaldsvæði – Dalakofinn s: 464-3344, www.dalakofinn.is

Tjaldsvæði – Heiðarbær s: 464-3903, www.heidarbaer.is

Veiðireglur

Handhöfum Veiðikortsins ber að skrá sig hjá Dalakofanum (Laugum) og sýna þar nauðsynleg skilríki. Það er stranglega bannað að skilja eftir sig rusl og aka utan vega. Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa. Vatnið og umhverfi þess er friðland og er lausaganga hunda bönnuð á svæðinu.

Kort og leiðarlýsingar

Veiði er heimil í öllu vatninu. Þó er bannað er að veiða 100 m frá ósnum þar sem Reykjadalsá rennur í vatnið sem og þar sem rennur úr vatninu í Eyvindarlæk

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Laugar: 10 km, Húsavík: 31 km, Akureyri: 51 km og Reykjavík: 438 km

Veitingastaðir

Dalakofinn, s: 464-3344, dalakofinn.is

Heiðarbær, s: 464-3903, heidarbaer.is

Áhugaverðir staðir

Goðafoss: 17 km, Aldeyjarfoss: 56 km, Skútustaðagígar: 34 km, Dimmuborgir: 44 km, Náttúruböðin: 47 km, Námaskarð: 50 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Norðausturland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Vestmannsvatn

Engin nýleg veiði er á Vestmannsvatn!

Shopping Basket