Botnsvatn tilheyrir Húsavík í S-Þingeyjarsýslu og er skammt suðaustan kaupstaðarins. Það er 1,05 km² að flatarmáli og í 130 m hæð yfir sjó. Búðará fellur úr vatninu í gegnum Húsavík og til sjávar. Mikið er af bleikju í vatninu, fremur smárri, en allgóðri. Góður vegur liggur að vatninu og að hluta meðfram því. Umhverfi vatnsins er hlýlegt og er góður 5 km göngustígur í kringum það. Suðvestan þess er nokkuð gróin heiði en á móti eru fjöll niður að vatnsborði. Þetta er mjög fjölskylduvænt vatn. Netaveiði þyrfti líklega að vera meiri í vatninu til að halda stofninum í jafnvægi.