Botnsvatn

Norðausturland
Eigandi myndar: Húsavikurstofa, ljósmyndari Ales Mucha
Calendar

Veiðitímabil

01 maí – 30 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fyrir byrjendur, Fjölskylduvænt, Aðgengi fyrir fatlaða, Þægilegt aðgengi

Tegundir

Veiðin

Botnsvatn tilheyrir Húsavík í S-Þingeyjarsýslu og er skammt suðaustan kaupstaðarins. Það er 1,05 km² að flatarmáli og í 130 m hæð yfir sjó. Búðará fellur úr vatninu í gegnum Húsavík og til sjávar. Mikið er af bleikju í vatninu, fremur smárri, en allgóðri. Góður vegur liggur að vatninu og að hluta meðfram því. Umhverfi vatnsins er hlýlegt og er góður 5 km göngustígur í kringum það. Suðvestan þess er nokkuð gróin heiði en á móti eru fjöll niður að vatnsborði. Þetta er mjög fjölskylduvænt vatn. Netaveiði þyrfti líklega að vera meiri í vatninu til að halda stofninum í jafnvægi. 

Gisting & aðstaða

Kort og leiðarlýsingar

Veiða má í öllu vatninu

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Vatnið liggur ofan við Húsavík, í 4 km fjarlægð. Akureyri: 78 km og Reykjavík: 466 km

Veitingastaðir

Áhugaverðir staðir

visithusavik.com/is

northiceland.is/is

Stutt er í Mývatnsveit, Ásbyrgi, Hljóðakletta og að Goðafossi, Aldeyjarfossi og Dettifossi.

Veiðileyfi og upplýsingar

Af alkunnum rausnarskap leyfir bæjarstjórn Húsavíkur fólki að veiða þarna án endurgjalds

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Norðausturland

Fréttir af veiði Botnsvatn

Engin nýleg veiði er á Botnsvatn!

Shopping Basket