Botnsvatn

Norðausturland
Eigandi myndar: Húsavikurstofa, ljósmyndari Ales Mucha
Calendar

Veiðitímabil

01 maí – 30 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fyrir byrjendur, Fjölskylduvænt, Aðgengi fyrir fatlaða, Þægilegt aðgengi

Tegundir

Veiðin

Botnsvatn tilheyrir Húsavík í S-Þingeyjarsýslu og er skammt suðaustan kaupstaðarins. Það er 1,05 km² að flatarmáli og í 130 m hæð yfir sjó. Búðará fellur úr vatninu í gegnum Húsavík og til sjávar. Mikið er af bleikju í vatninu, fremur smárri, en allgóðri. Góður vegur liggur að vatninu og að hluta meðfram því. Umhverfi vatnsins er hlýlegt og er góður 5 km göngustígur í kringum það. Suðvestan þess er nokkuð gróin heiði en á móti eru fjöll niður að vatnsborði. Þetta er mjög fjölskylduvænt vatn. Netaveiði þyrfti líklega að vera meiri í vatninu til að halda stofninum í jafnvægi. 

Gisting & aðstaða

Kort og leiðarlýsingar

Veiða má í öllu vatninu

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Vatnið liggur ofan við Húsavík, í 4 km fjarlægð. Akureyri: 78 km og Reykjavík: 466 km

Veitingastaðir

Áhugaverðir staðir

visithusavik.com/is

northiceland.is/is

Stutt er í Mývatnsveit, Ásbyrgi, Hljóðakletta og að Goðafossi, Aldeyjarfossi og Dettifossi.

Veiðileyfi og upplýsingar

Af alkunnum rausnarskap leyfir bæjarstjórn Húsavíkur fólki að veiða þarna án endurgjalds

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Norðausturland

Fréttir af veiði Laxá á Refasveit

Engin nýleg veiði er á Sogið – Tannastaðatangi!

Shopping Basket