Fjórtán laxar veiddust í opnunarhollinu í Miðfjarðará. Meðallengd fiskanna var frekar mögnuð, eða 85 sentímetrar. Sá stærsti var 96 sentímetra fiskur sem veiddist í dag í Spenastreng. Rafn Valur Alfreðsson, leigutaki segist sáttur. „Við horfum oft til þess að opnanir á bilinu 15 til 20 laxar sé ágætisbyrjun. Þetta er ekki langt frá því. Fiskurinn er sérlega vel haldinn og það er góðs viti,“ sagði Rafn í samtali við Sporðaköst.
96 sentímetra úr Spenastreng í Austurá í Miðfirði. Þessi brosmildi maður heitir David McCormack. Stærsti fiskur til þessa úr Miðfjarðará. Ljósmynd/Helgi Guðbrandsson
mbl.is – Veiði · Lesa meira