Skjálftavatn er eitt af stærstu vötnum landsins, um 9 km² að flatarmáli og liggur í um 15 m yfir sjávarmáli. Þetta er grunnt vatn, eða einungis um 2 ~ 3 m að dýpt. Vatnið myndaðist í jarðhræringum árið 1975-6. Árið 1975 urðu jarðhræringar í Kelduhverfi og landsig þar sem nýbúið var að græða upp. Myndaðist þá þetta sögulega stöðuvatn. Úr vatninu rennur Litlaá til sjávar í Öxarfirði. Mikil og góð veiði er í Skjálftavatni; urriði, sjóbirtingur og bleikja. Meðal góðra veiðistaða eru uppspretturnar við svokallað Jonnatún við Tjarnaleitisrétt.