Ratcliffe fjölskyldan hefur síðustu daga opnað laxveiðiár Six Rivers Iceland á Norðausturhorninu. Six Rivers er félag Jim Ratcliffe sem á hlut í og leigir, Selá, Hofsá, Hafralónsá Miðfjarðará og Vesturdalsá.
Fyrst var Selá opnuð og í gær landaði Jim Ratcliffe tveimur löxum, öðrum í Bjarnarhyl og hinum úr Fossi. Síðustu daga hafa gengið sjö til átta laxar á dag í gegnum teljarann í Selá og segir Gísli Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Six rivers að það sé fáheyrt að svo margir laxar hafi gengið í gegnum teljarann á þessum tíma, svo snemma sumars.
Jim Ratcliffe með opnunarlax úr Selá. Fjölskyldan og vinir opna ár Six Rivers á Norðausturhorninu. Ljósmynd/Six Rivers
mbl.is – Veiði · Lesa meira