Einhver mest spennandi opnun síðari tíma í laxveiði hófst þann 21. júní. Veiðimenn mættu á Iðu og hófu veiðar snemma. Miklar deilur hafa staðið milli Iðuliða og stjórnar Stóru–Laxár í vetur. Finnur Harðarson landeigandi og leigutaki að Stóru–Laxá hefur sótt hart fram í því að stöðva veiði á Iðu, sem er svæðið þar sem Stóra sameinast Hvítá. Nú er unnið að gerð ósamats þar sem úrskurðað verður um hvar veiðimörk liggja.
Í vetur sagði stjórn Veiðifélags Stóru–Laxár upp gömlum samningi um afnot af Iðunni, sem samið var um á sínum tíma að kæmi í stað arðgreiðslna til Iðujarða. Þrjár stangir á Iðunni eru af þeim sökum í nokkru uppnámi.
Fjölmargir fylgdust með opnun á Iðu í morgun. Lögregla hefur verið kölluð til og ræðir hér við veiðimenn og aðra Iðuliða. Fulltrúar frá Stóru-Laxá fylgjast grannt með. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is – Veiði · Lesa meira