Iðan opnar og lögregla kölluð til

Ein­hver mest spenn­andi opn­un síðari tíma í laxveiði hófst þann 21. júní. Veiðimenn mættu á Iðu og hófu veiðar snemma. Mikl­ar deil­ur hafa staðið milli Iðuliða og stjórn­ar Stóru–Laxár í vet­ur. Finn­ur Harðar­son land­eig­andi og leigutaki að Stóru–Laxá hef­ur sótt hart fram í því að stöðva veiði á Iðu, sem er svæðið þar sem Stóra sam­ein­ast Hvítá. Nú er unnið að gerð ósamats þar sem úr­sk­urðað verður um hvar veiðimörk liggja.

Í vet­ur sagði stjórn Veiðifé­lags Stóru–Laxár upp göml­um samn­ingi um af­not af Iðunni, sem samið var um á sín­um tíma að kæmi í stað arðgreiðslna til Iðujarða. Þrjár stang­ir á Iðunni eru af þeim sök­um í nokkru upp­námi.

Fjölmargir fylgdust með opnun á Iðu í morgun. Lögregla hefur verið kölluð til og ræðir hér við veiðimenn og aðra Iðuliða. Fulltrúar frá Stóru-Laxá fylgjast grannt með. Ljósmynd/Aðsend

mbl.is – Veiði · Lesa meira