Bólgin Jökla gaf sex á opnunarvakt

Nokkr­ar spenn­andi opn­an­ir voru í laxveiðiám nýlega. Jökla opnaði þann 24. júní og veiði hófst í Laxá á Ásum þann 23. júní. Frétt­ir úr báðum þess­um ám hafa verið á einn veg. Tölu­vert af laxi að ganga og langt síðan að þeir fyrstu sáust.

Í Jökla sáust lax­ar óvenju snemma og marg­ir horfa aust­ur, hvernig þar muni ganga eft­ir frá­bært ár í fyrra. Veiðimenn frá Spáni eru fyrstu gest­ir Þrast­ar Elliðason­ar í Jöklu þetta árið. Þeir eru að veiða á fimm stang­ir og þetta eru van­ir Jöklu­menn. Fyrsti lax­inn kom reynd­ar úr einni af hliðarám Jöklu, Laxá. Enriq frá Spáni var varla byrjaður að at­hafna sig þegar hann setti 88 sentí­metra gull­fal­leg­an nýrenn­ing. Efri Brú­ar­breiða er veiðistaður­inn.

Antonio frá Spáni með lax úr Jöklu í morgun. Biðin er á enda hjá Þresti Elliðasyni og fyrstu gestir í Jöklu eru komnir á blað. Ljósmynd/Strengir

mbl.is – Veiði · Lesa meira