Nokkrar spennandi opnanir voru í laxveiðiám nýlega. Jökla opnaði þann 24. júní og veiði hófst í Laxá á Ásum þann 23. júní. Fréttir úr báðum þessum ám hafa verið á einn veg. Töluvert af laxi að ganga og langt síðan að þeir fyrstu sáust.
Í Jökla sáust laxar óvenju snemma og margir horfa austur, hvernig þar muni ganga eftir frábært ár í fyrra. Veiðimenn frá Spáni eru fyrstu gestir Þrastar Elliðasonar í Jöklu þetta árið. Þeir eru að veiða á fimm stangir og þetta eru vanir Jöklumenn. Fyrsti laxinn kom reyndar úr einni af hliðarám Jöklu, Laxá. Enriq frá Spáni var varla byrjaður að athafna sig þegar hann setti 88 sentímetra gullfallegan nýrenning. Efri Brúarbreiða er veiðistaðurinn.
Antonio frá Spáni með lax úr Jöklu í morgun. Biðin er á enda hjá Þresti Elliðasyni og fyrstu gestir í Jöklu eru komnir á blað. Ljósmynd/Strengir
mbl.is – Veiði · Lesa meira